Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

29. apríl 2019
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki"

Matteusarguðspjall 6.33

Efni netfrétta:
  • Vorferð AD KFUM og KFUK
  • Heyr himna smiður/Vortónleikar Karlakórsins
  • Vinnudagur í Ölveri 
  • Vinnuflokkur í Vatnaskógi 
  • Mæðraflokkur í Vatnaskógi
Vorferð AD KFUM og KFUK 30. apríl
Síðasta tækifæri til að skrá sig í matinn í vorferðina er í dag, mánudaginn 29. apríl.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Að þessu sinni verður vorferð AD KFUK og KFUM þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:00
Við ætlum að heimsækja Hjálpræðisherinn í Álfabakka 12, í Mjóddinni í Reykjavík og eru þáttatkendur beðnir að koma þangað.
Foringjahjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi K. Skjaldarson ásamt sjálfboðaliðum taka á móti okkur. Boðið verður upp á léttan kvöldverð fyrir 2.200 kr. á mann. Síðan segja þau frá ótrúlega fjölbreyttu starfi Hjálpræðishersins og hafa hugleiðingu út frá Guðs orði. Þegar dagskránni lýkur gefst tækifæri á að skoða nýjan herkastala sem er í smíðum við Suðurlandsbraut 72. Þeir sem vilja styrkja starf hersins fá tækifæri til þess á staðnum.
Óskað er eftir því að fólk skrái sig vegna matarins í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, sími: 588-8899 eða með tölvupósti á netfangið: elin@kfum.is í síðasta lagi í dag, mánudaginn 29. apríl.
Ef einhverjir vilja mæta eftir matinn er það í boði um kl. 20.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott.
AD nefnd KFUK hvetur félagsfólk til að koma og heimsækja vini okkar í Hernum og njóta kvöldsins.
Allir eru velkomnir í ferðina.

Heyr himna smiður/vortónleikar karlakórsins 
Vortónleikar karlakórs KFUM og KFUK verða 1. maí kl. 20:00 í félagsmiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi. Yfirskrift tónleikanna er "Heyr himna smiður". Aðgangsmiðinn kostar 2500 kr. Hægt er að kaupa miða á skráningarsíðu KFUM og KFUK https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=11 . Vinsamlegast prentið út staðfestingu á miðakaupum til sýna við innganginn eða komið með hana á Holtaveginn á fáið afhenta miðana. Einnig er hægt að koma beint á skrifstofur KFUM og KFUK og kaupa miða.

Vinnudagur í Ölveri 

Kæru Velunnarar. Við ætlum að vera með vinnudag uppi í Ölveri þann 1.maí. Það eru ýmis verkefni sem eru á dagskrá: Grisja skóginn, hreinsa og taka til úti, mála hliðið, mála veggina í leikskálanum og fleira. 
Við ætlum að byrja kl. 10. Matur og kaffi í boði svo endilega sendið línu á
 erla@erlabjorg.com , þið sem getið mætt.
Kveðja Stjórnin

Vinnuflokkur í Vatnaskógi 
Þann 1. maí verður Vinnuflokkur í Vatnaskógi þar sem meðal annars bryggjan verður sett út. Það eru líka fullt af öðrum verkefnum sem þarf að sinna. Þeir sem haf áhuga á að mæta endilega sendið tölvupóst á
arsaell@kfum.is


Mæðraflokkur í Vatnaskógi
Mæðraflokkur í Vatnaskógi, fyrir mæður og börn 10. til 12. maí  2019.
Mæðraflokkur – mæður og börn er helgardvöl í Vatnaskógi þar sem mæður og börn fá að njóta þess að vera saman í Vatnaskógi.
Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.
Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel.
Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum.
Verð
Verð er kr. 10.500 kr. á mann.
Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is. Einnig er hægt að skrá sig á skráninarsíðu okkar á netinu https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1439
Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.kfum.is/2019/03/18/maedraflokkur-maedur-og-born-nytt/

Með bæn um blessun,

Elín Hrund Garðarsdóttir KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp