Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

13. maí 2019
Höfundur myndar: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

"Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það."Filippíbréfið 4.8 

Efni netfrétta:
  • Gítarnámskeið á Holtavegi 28
  • Gönguferð sportfélags KFUM og KFUK
  • Vorhátíð Kaldársels 
Gítarnámskeið á Holtavegi 28
KFUM og KFUK bjóða upp á gítarnámskeið fyrir tilvonandi starfsmenn sumarbúðanna og félagsfólk á öllum aldri.
Námskeiðið er ætlað blá-byrjendum og/eða þeim sem hafa hug á því að geta leikið (betur) undir söng á gítar.
Kennari á námskeiðinu er Hannes Guðrúnarson, gítarkennari og tónlistarmaður, með tæplega 40 ára reynslu að baki.
Nemendur eru kynntir fyrir hljóðfærinu og læra nokkra hljóma léttum dúr, og moll.
Þetta nýtist við undirleik í sumarbúðum, á sólarströnd, í partíum og síðast en ekki síst í starfi KFUM og KFUK.
Um er að ræða sex skipti og er hver kennslustund 45 – mín.

Eina skilyrðið er að mæta með góða skapið (helst), gítar, blýant og A5 stílabók.

Kennt er á  mánudögum og fimmtudögum á Holtavegi 28 sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00 -
Mánudaginn 20. maí kl. 18:00  -
Fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00 -
Fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 (uppstigningardagur)
Mánudaginn 3. júní kl. 18:00 -
Fimmtudaginn 6. júní kl.18:00  – Lokadagur námskeiðsins verður í  Vatnaskógi !

ATH: Takmörkuð pláss í boði!

Skráning fer fram hér: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1447

 

Gönguferð sportfélags KFUM og KFUK
Undanfarin tvö ár hefur verið starfræktur útivistarhópur á meðal félagsfólks KFUM og KFUK.   Starfsemin hefur nú verið fest formlegar í sessi innan félaganna og kallast núna Sportfélag KFUM og KFUK.
Laugardaginn 18. maí stendur Sportfélagið fyrir gönguferð á Þrasaborgir á Lyngdalsheiði undir fararstjórn Péturs Ásgeirssonar.
Áætlaður göngutími er 4-6 tímar og vegalengd 12-13km.  Mæting er á bílastæði á Lyngdalsheiðarvegi klukkan 10.  Kort og nánari upplýsingar  má finna á Facebook-síðunni „Sportfélag – KFUM og KFUK“ (sem áður hét „Ferðir/útivist/hreyfing – KFUM og KFUK“).
Athugið að breytingar geta orðið á dagskrá með litlum fyrirvara t.d. vegna veðurs.  Því er mjög æskilegt að fylgjast með á fyrrnefndri Facebook-síðu og gjarnan tilkynna þar þáttöku á viðburði (ekki nauðsynlegt en kemur sér vel fyrir skipuleggjendur).

https://www.facebook.com/groups/1943429652557481/
 
Vorhátíð Kaldársels 
Sunnudaginn 19. maí verður vorhátíð Kaldársels, þá verður mikið fjör sérstaklega fyrir yngri kynslóðina.
Á staðnum verða hoppukastalar, andlitsmálning, grillaðar pylsur, búdótið tekið út og svo mætti lengi telja. Þetta er kjörið tækifæri fyrir krakka til að koma og kynnast staðnum fyrir sumarið.
Einnig mun mæta töfrandi leynigestur, eitthvað sem enginn má missa af og munu eintök af Vorhátíðarmyndinni vera til sölu í takmörkuðu upplagi, til styrktar Kaldársels.

 

Með bæn um blessun,

Elín Hrund Garðarsdóttir 


KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp