Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

30. september 2019
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
".

Orðskviðirnir 22.6 


Efni netfrétta:
  • Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins
  • AD KFUK
  • Unglingadeild KFUM og KFUK
  • AD KFUM
  • Sportfélag KFUM og KFUK

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins
Fimmtudaginn 26. september var netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í Barnavernd opnað formlega hér á Holtaveginum. Netnámskeiðið er fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Um er að ræða nýjung í fræðslu og forvörnum í barnaverndarmálum á Íslandi sem snýr að því að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því. Tilgangurinn með því er að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi og gera börnum og ungmennum auðveldara með að fá úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp.
Námskeiðið er opið öllum áhugasömum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið sjálft með því að smella hér. https://namskeid.aev.is/courses/barnavernd
Námskeiðið er sett á laggirnar af Æskulýðsvettvanginum í samstarfi við fagaðila í barnaverndarmálum. Efni námskeiðsins var samið af Þorbjörgu Sveinsdóttur, sálfræðingi, Ólöfu Ástu Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðing, Semu Erlu Serdar, sérfræðingi í samskiptum og forvörnum og Björg Jónsdóttur hjá Erindi – samtökum fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða. Fleiri aðilar komu með ýmsum hætti að því að setja námskeiðið á laggirnar. Er þeim öllum færðar bestu þakkir fyrir.
 Verkefnið er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu, Æskulýðssjóði og Lýðheilsusjóði.


 

AD KFUK 
Fyrsti fundur vetrarins verður 1. október. Farið verður í Vindáshlíð þar sem borðaður verður kvöldverður og notið saman kvöldvöku að hætti stjórnar Vindáshlíðar. Um 30 konur eru skráðar á viðburðinn og munu þær eiga yndislegan tíma saman.
Rútuferð er frá Holtavegi 28 kl 18:00. Nánari upplýsingar má sjá hér:
https://www.kfum.is/2019/09/18/ad-kfuk-ferd-i-vindashlid-1-oktober/


Unglingadeild KFUM og KFUK á Holtavegi
KFUM og KFUK er að byrja aftur með unglingastarf í húsi félagsins við Holtaveg í Reykjavík. Samverurnar eru opnar öllum unglingum í 8.-10. bekk og verða á miðvikudögum kl. 19:30. Allir krakkar í 8. - 10. bekk eru velkomnir óháð búsetu. Þátttaka í starfinu er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðir og mót.
Fyrsta samvera er miðvikudaginn 2. október.
Þátttakendum gefst kostur á þátttöku í miðnæturíþróttamóti í Vatnaskógi í nóvember og á helgarferð í Vatnaskóg í febrúar.
Allar nánari upplýsingar um unglingadeild KFUM og KFUK við Holtaveg má fá hjá Halldóri Guðmundssyni æskulýðsfulltrúa á netfanginu elli@kfum.is  


AD KFUM 
Fundurinn er fimmtudaginn 3. október kl. 20:00 og er yfirskrift fundarins,
Ef þú ert með gildin á hreinu þarftu ekki að sjá eftir neinu.                     
Gestur fundarins verður Thomas Möller, hagverkfræðingur.
Upphafsorð: Kári Geirlaugsson.
Stjórnun: Árni Sigurðsson.
Hugleiðing: Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur.
Undirleikur: Albert E. Bergsteinsson.
Eftir fundinn er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.


 
Sportfélag KFUM og KFUK 
Gönguferð á Þingvöllum
Sportfélag KFUM og KFUK stendur fyrir 9 km gönguferð á Þingvöllum laugardaginn 5.október.  Mæting fyrir þá sem vilja aka í samfloti úr Reykjavík er á bílastæði Húsgagnahallarinnar kl. 9:30.  Verið vel skóuð fyrir moldarstíga.  Gangan getur færst yfir á sunnudag ef verulegur munur er á veðurspám daganna.  Allar nánari upplýsingar eru á Facebook síðu Sportfélagsins. 
https://www.facebook.com/groups/1943429652557481/?epa=SEARCH_BOX
eða á viðburðinn https://www.facebook.com/events/2524245380995515/
Fararstjóri er Anna Magnúsdóttir. 


Með bæn um blessun,

Elín Hrund GarðarsdóttirKFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 
Twitter
Facebook
Vefsíða KFUM og KFUK
Instagram
Email


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp