Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

25. febrúar 2019
Skráningar í sumarbúðir 2019 hefjast 5. mars kl. 13:00
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu"

Sálmur 86.12 

Efni netfrétta:
  • Stutt í sett markimið á Karolinafund
  • Skráningar í sumarbúðir 2019 að hefjast 
  • AD KFUK 
  • AD KFUM
  • Alþjóðlegur bænardagur kvenna 
  • Vetrarferð KFUM og KFUK og KSS 
  • Vorferð yngri deilda 
Stutt í sett markmið á Karolinafund 
Nú eru aðeins 8 dagar eftir af söfnuninni á Karolinafund og við höfum náð 99% af markmiðinu! Það vantar svo lítið upp á. Verður þú sá aðili sem kemur okkur upp í 100%?  Það er enn tækifæri til að leggja okkur lið. Ef þú hefur ekki þegar verið með, þá er tækifærið núna https://www.karolinafund.com/project/view/2239

 

Skráningar í sumarbúðir 2019 að hefjast.
Það opnar fyrir skráningar í sumarbúðir KFUM og KFUK þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00. Skráningar fara fram hér https://sumarfjor.is/.
Við hvetjum ykkur að fara inn á síðuna og skoða hvað er í boði í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Hólavatni og Kaldárseli auk leikjanámskeiða í Lindakirkju í Kópavogi, Hátúni 36 í Reykjanesbæ og í Grindavíkurkirkju. 

AD KFUK 
Á fundi hjá AD KFUK þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17.30 verður kynnt aðferð til að lesa biblíuna sem kallast "að lesa biblíuna með vinum" og tækifæri verður til að prófa hana. Auður Pálsdóttir og Kristín Sverrisdóttir sjá um fundinn og hvetja þær konur til koma og vera með. Opið hús er frá kl. 17 með léttum veitingum og spjalli.

AD KFUM 
Fimmtudaginn 28. febrúar kl 20:00 er AD KFUM fundur á Holtavegi 28. Fundurinn hefst stundvíslega kl 20:00. Að þessu sinni ber hann yfirskriftina „Áhrifasaga saltarans“
Umsjón með efni: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson.
Upphafsorð og bæn:Kári Geirlaugsson 
Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson
Hugleiðing: Þorgils Þorbergsson
Tónlist: Albert Bergsteinsson
Eftir fundinn er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði.
Allir karlar eru velkomnir.


Alþjóðlegur bænadagur kvenna 
Samvera er í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56, föstudaginn 1. mars kl. 18:00.  Sögur og bænir kvenna frá Slóveníu. Stutt hugvekja.  Mikill söngur í umsjá Kristjáns Hrannar Pálssonar og Óháða kórsins. Léttar veitingar á eftir.  Allir eru innilega velkomnir.

Vetrarferð KFUM og KFUK og KSS
Vetrarferð til Akureyrar fyrir 10. bekk og eldri verður farin dagan 15.-17. mars 2019. Brottför verður frá Holtavegi 28, föstudaginn 15. mars kl.12:00. Verð í ferðina er 17.500 kr. Innifalið er ferðin norður og til baka, gisting í tvær nætur, diskóskautar, sundferð, morgun- og kvöldmatur báða dagana og passi í fjallið.
Skráning og greiðslur í ferðina fara alfarið fram á netinu. Inná sumarfjör.is eða hér https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1416  Það eru takmörkuð pláss í boði þannig fyrstur kemur fyrstur fær, aðeins 40 manns komast með í rútuna svo endilega skráið ykkur sem fyrst ef þið viljið komast með.

Vorferð yngri deilda.
5.-6. apríl verður farin vorferð með yngri deildir KFUM og KFUK. Ferðin er fyrir börn í 5.-7. bekk.
Starfi yngri deilda í KFUM og KFUK lýkur með vorferð í Vatnaskóg þar sem gist verður yfir nótt. Í vorferðinni gefst krökkunum tækifæri á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá, fræðast um Guð og eignast nýja vini.
Verðið í ferina er 8000 kr., innifalið er gisting, matur og rútuferðir. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á bókunarvef KFUM og KFUK https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1417 . Skráningin opnaði 11. febrúar og allra síðasti skráningardagur er 29. mars. Ekki verður hægt að skrá fleiri eftir að skráningarfresti lýkur. 

Með bæn um blessun,

Elín Hrund GarðarsdóttirKFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp