Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

18. mars 2019
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

Jesús sagði: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa”."

Jóhannesarguðspjall 8.31-32 


Efni netfrétta:
  • Aðalfundir
  • AD KFUK
  • AD KFUM 
  • Ársfundur Karlakórs KFUM 
  • Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi
  • Mæðraflokkur í Vatnaskógi

Aðalfundir.
Aðalfundur Vindáshlíðar verður haldinn á Holtavegi 28 þriðjudaginn 19. mars kl 20:00-22:00.
Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK verður haldinn í Vinagarði við Holtaveg miðvikudaginn 20. Mars kl 20:00-22:00.

 

AD KFUK 
Þriðjudaginn 19. mars verður ekki hefbundinn AD fundur, en þá verður aðalfundur sumarstarfsins í Vindáshlíð. Fundurinn hefst kl. 20:00.

AD KFUM 
Sonnettusveigur um píslarsöguna.
Umsjón með efni: Þórður Gíslason fræðimaður og skáld.
Upphafsorð og bæn: Guðmundur Ingi Leifsson.
Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson.
Hugleiðing: Sr. Henning Emil Magnússon.
Tónlist: Bjarni Gunnarsson

Ársfundur Karlakórs KFUM
Ársfundur Karlakórs KFUM verður mánudaginn 25. mars á Holtavegi 28 kl. 20:00-22:00.


Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi 
Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi 29. - 31. mars 2019. Síðast var uppselt!
Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri að njóta þess að vera saman í notalegu andrúmslofti.Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opin fyrir alla aldurshópa.Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir.Verð er 10.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 34.000 kr.
Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.
Hægt er að lesa nánar um fjölskylduflokkinn á vef KFUM og KFUK https://www.kfum.is/2019/02/27/fjolskylduflokkur-i-vatnaskogi-29-til-31-mars-2019/


Mæðraflokkur í Vatnaskógi.
10. til 12. maí 
Fyrir mæður og börn
 Mæðraflokkur – mæður og börn er helgardvöl í Vatnaskógi þar sem mæður og börn fá að njóta þess að vera saman í Vatnaskógi.
Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.
Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel.
Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum.
Verð er kr. 10.500 kr. á mann.
Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.
Hægt er að sjá dagskrá og lesa nánar um mæðraflokkinn hér: https://www.kfum.is/2019/03/18/maedraflokkur-maedur-og-born-nytt/

 


Með bæn um blessun,

Elín Hrund Garðarsdóttir 



KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp