Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

16. september 2019
Unglingadeild Suðurnesja hóf starfsemi í gær
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

„Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát
.

Kólususbréfið 3.15 


Efni netfrétta:
  • Deildarstarf KFUM og KFUK
  • Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK
  • Kvennakórinn Ljósbrot opin æfing
  • Línuhappdrætti Skógarmanna úrdráttur

Deildarstarf KFUM og KFUK 

Nú er vetrarstarf KFUM og KFUK í æskulýðsdeildum um land allt að hefjast af fullum krafti. Leiðtogar deildanna eru að setja sig í stellingar og gera sig tilbúna fyrir skemmtilegan vetur. Deildarstarf KFUM og KFUK er fyrir börn í 2.-10.bekk og er skipt í þrjár deildir, Vinadeildir 2.-4.bekkur, Yngrideildir 5.-7.bekkur og Unglingadeildir 8.-10.bekkur.

Deildarstarf fer fram í eftirfarandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Lindakirkju, Kópavogskirkju, Fella- og Hólakirkju og Holtavegi.
Á landsbyggðini eru eftirfarandi staðir: Keflavík, Grindavík, Innri og Ytri-Njarðvík, Hveragerði, Akranesi, Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Vestmanneyjum.

Nóg erum um að vera í vetur t.d. haustferð, miðnæturíþróttamót og aðrir viðburðir sem setja mark sitt á æskulýðsstarf KFUM og KFUK. Mikill eftirvænting er að starfið hefjist og mun því deildarstarf hefjast í næstu viku.

 Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK 

Okkur langar til að kynna fyrir ykkur leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára.
Leiðtogaþjálfunin samanstendur af fjórum leiðtogahelgum sem haldnar eru í sumarbúðum félagsins yfir tveggja ára tímabil. Tilgangur með þjálfuninni er að efla einstaklinginn og hæfileika hans til að starfa með börnum í æskulýðsstarfi.
 
Til að hafa fræðsluna á námskeiðunum fjölbreytta og gagnlega er henni skipt í fjóra þætti:
K – Fræðsla um kristna trú og gildi
F – Almenn félagsmálafræðsla sem eflir einstaklinginn og gerir hann hæfari til að koma fram og sinna     félagsmálum.
U – Fræðsla sem gerir einstaklinginn hæfari til að vera leiðtogi í barna- og æskulýðsstarfi.
M – Fræðsla sem snýr að því að styrkja og efla sjálfsmynd, frumkvæði og áræðni einstaklingsins.
 
Auk leiðtogahelganna taka þátttakendur þátt í verklegri þjálfun þar sem þeir fá tækifæri til að spreyta sig undir leiðsögn reyndari leiðtoga og fá að æfa þau atriði sem þau hafa lært á helgunum.
 
Þátttakendur fá ekki eingöngu fræðslu og þjálfun til að verða betri leiðtogar því auk fræðslustundanna gefst líka tækifæri til að kynnast nýjum krökkum og eiga saman skemmtilega stund í sumarbúðunum.
 
Næsta leiðtogahelgi verður haldin í Vindáshlíð dagana 20.-22. september

Nánari upplýsingar veitir Hjördís í hjordis@kfum.is

Kvennakórinn Ljósbrot opin æfing

Kvennakórinn Ljósbrot hefur 3. starfsár sitt með opinni æfingu miðvikudaginn 18. september kl. 17:00. Allar konur eru velkomnar.  Stjórnandi kvennakórsins er Keith Reed óperusöngvari og söngkennari. Æfingarnar taka um eina klukkustund. Á æfingum er kennd söngtækni og túlkun en ekki er nauðsynlegt að kunna að lesa nótur. Við hvetjum konur, ungar sem eldri til að taka þátt í kórstarfinu.  Þátttaka í kórnum frábær leið til að endurnæra líkama og sál. Við komum þreyttar og stressaðar á æfinguna en förum heim með fullhlaðna rafhlöðu!

Til að auðvelda konum sem eru bundnar yfir ungum börnum að taka þátt, ætlum við að bjóða upp á barnapössun. Það eina sem þarf að gera er að láta vita á netfangið thorunnar@gmail.com.Línuhappdrætti Skógarmanna úrdráttur

Línuhappdrætti skógarmanna úrdráttur
Dregið var í línuhappdrætti Skógarmanna 2019 þann 7. september síðastliðin
Hægt er að vitja ósóttra vinninga á skrifstofu KFUM og KFUK Holtavegi 28 á milli 9:00 – 17:00.
Skógarmenn KFUM þakka stuðninginn sem mun nýtast við uppbyggingu í Vatnaskógi en vinna við undirbúning á nýjum Matskála er nú þegar hafin.
Nöfn vinninhshafa hafa verið birt á https://www.kfum.is/2019/09/16/linuhappdraetti-skogarmanna-urdrattur-3/

 

Með bæn um blessun,

Elín Hrund GarðarsdóttirKFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 
Twitter
Facebook
Vefsíða KFUM og KFUK
Instagram
Email


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp