Copy
Þessi tölvupóstur innheldur upplýsingar um starf sem er framundan hjá KFUM og KFUK á Íslandi.

Netfréttir KFUM og KFUK

23. apríl 2019
Kæru félagsmenn og aðrir viðtakendur.

„Fel þú Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur"

Orðskviðirnir 16.3 


Efni netfrétta:
  • Kaffisala Vatnaskógar / sumarfögnuður
  • Bökunardagur í Vindáshlíð
  • Feðginaflokkur í Vatnaskógi 
  • Vorferð AD KFUM og KFUK 
  • Heyr himna smiður / vortónleikar karlakórs KFUM
Kaffisala Vatnaskógar / sumarfögnuður
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl verður sumarfögnuður Vatnaskógar til stuðnings skálasjóði.
Sumarfögnuðurinn verður í samkomusal KFUM og KFUK, Holtavegi 28.

Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að koma og fagna sumrinu með okkur, og styðja um leið við starfið í skóginum.
 
Milli kl. 14 og 17 verður hægt að njóta dýrindis veitinga í kaffisölunni.

Um kvöldið kl. 20 verða síðan stórglæsilegir tónleikar þar sem fram koma Karlakór KFUM, Ljósbrot – kvennakór KFUK, og Valdimar. Miðaverð á tónleikana er 2500 kr.
https://www.facebook.com/events/2331809337034871/

 
Bökunardagur í Vindáshlíð 
Föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl ætlum við að vera með bökunardaga í Vindáshlíð. Við hefjum baksturinn á föstudeginum kl. 15:00 og verðum að fram á kvöld.
Eftir baksturinn á föstudeginum verður kósý stund í setustofunni þar sem við getum átt ánægjulega og skemmtilega samveru.
Við hefjum svo baksturinn aftur á laugardagsmorgninum og verðum að baka til kl. 15:00.
Ef þið treystið ykkur ekki í bakstur þá má endilega koma og hjálpa okkur að undirbúa íþróttahúsið fyrir sumarið.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á gistingu, og eitthvað að borða báða dagana. Ef þið ætlið að gista muna að taka með sæng, kodda og lak.
Við þurfum að vita hversu margir verða með okkur og hvaða daga fólk ætlar að vera uppá matarinnkaup og annað.
Vinsamlegast skráið ykkur á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða sendið tölvupóst á skraning@kfum.is  og takið fram hvaða daga þið ætlið að vera og klukkan hvað við eigum von á ykkur.
Skrá sig fyrir miðvikudaginn 24. apríl
 
Kaffisala Vindáshlíðar verður laugardaginn 1. júní.
 

Feðginaflokkur í Vatnaskógi 26. - 28. apríl 
Flokkurinn er ætlaður feðrum og dætrum frá 6 ára aldri.
Í feðginaflokki fer fram skemmtileg dagskrá fyrir feður og dætur, og áhersla lögð á góðar samverustundir í Vatnaskógi bæði innandyra og úti.

Gönguferðir, föndrað, sungið, skemmt sér á bátum, í íþróttahúsinu , á kvöldvökum, á fræðslu-og samverustundum og ótalmargt fleira.
Verð í feðginaflokk er kr. 15.200 fyrir einstakling. Skráning fer fram í síma 588-8899 eða https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1438  
Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899.

Velkomin í feðginaflokk!

Vorferð AD KFUM og KFUK 
Að þessu sinni verður vorferð AD KFUK og KFUM þriðjudaginn 30. apríl kl. 19.
Við ætlum að heimsækja Hjálpræðisherinn í Álfabakka 12, í Mjóddinni í Reykjavík og eru þáttatkendur beðnir að koma þangað.
Foringjahjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi K. Skjaldarson ásamt sjálfboðaliðum taka á móti okkur. Boðið verður upp á léttan kvöldverð fyrir 2.200 kr. á mann. Síðan segja þau frá ótrúlega fjölbreyttu starfi Hjálpræðishersins og hafa hugleiðingu út frá Guðs orði. Þegar dagskránni lýkur gefst tækifæri á að skoða nýjan herkastala sem er í smíðum við Suðurlandsbraut 72. Þeir sem vilja styrkja starf hersins fá tækifæri til þess á staðnum.
Óskað er eftir því að fólk skrái sig vegna matarins í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, sími: 588-8899 eða með tölvupósti á netfangið: elin@kfum.is fyrir föstudaginn 26. apríl.
Ef einhverjir vilja mæta eftir matinn er það í boði um kl. 20.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott.
AD nefnd KFUK hvetur félagsfólk til að koma og heimsækja vini okkar í Hernum og njóta kvöldsins.
Allir eru velkomnir í ferðina.

Heyr himna smiður / Vortónleikar Karlakórsins
Vortónleikar karlakórs KFUM verða 1. maí kl. 20:00 í félagsmiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi. Yfirskrift tónleikanna er "Heyr himna smiður". Aðgangsmiðinn kostar 2500 kr. Hægt er að kaupa miða á skráningarsíðu KFUM og KFUK https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=11 . Vinsamlegast prentið út staðfestingu á miðakaupum til sýna við innganginn eða komið með hana á Holtaveginn á fáið afhenta miðana. Einnig er hægt að koma beint á skrifstofur KFUM og KFUK og kaupa miða.

Með bæn um blessun,

Elín Hrund Garðarsdóttir KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími: 588 8899
elin@kfum.is

 
 KFUM og KFUK á TwitterMyndir úr starfi KFUM og KFUK | Sendu þennan tölvupóst á vin
Tengdu við okkur á facebook


Uppfæra upplýsingar á netfangalista | Fjarlægið nafnið mitt af listanum
 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
KFUM og KFUK á Íslandi · Holtavegi 28 · Reykjavik 104 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp