Skoða í vafra     English version                 
Frum- 2013

Hafnarhús

*Mynd; Adapter. Smellið á mynd fyrir hærri upplausn, 
** Slóð á frétt á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur: www.listasafnreykjavikur.is/frum2013

 
Frum- er nútímatónlistarhátíð sem haldin er á Kjarvalstöðum ár hvert. Megináhersla hátíðarinnar er að kynna meistaraverk nútímatónbókmenntanna fyrir tónlistarunnendum. Verk sem hafa þegar sett mark sitt á tónlistarsöguna en eru þó sjaldheyrð í tónleikahúsum Reykjavíkur. Hátíðin er einstakt tækifæri fyrir alla tónlistarunnendur og upprennandi tónlistarfólk til að fá að upplifa tímamótaverk tónlistarsögunnar að eigin raun.
 
Kammerhópurinn Adapter stendur að Frum- hátíðinni í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Sýningar Listasafnsins skapa skemmtilega umgjörð fyrir tónlistina og gefa áheyrendum tækifæri á að upplifa nýja tónlist í víðu samhengi.

Á Frum - 2013 verður tónlist eftir eitt helsta tónskáld Þýskalands, Helmut Lachenmann í forgrunni. Lachenmann (f. 1935) hefur haft ómæld áhrif á gang tónlistarsögunnar síðustu 50 ár. Hann er m.a. frumkvöðull í notkun óhefðbundinnar hljóðfæratækni sem hann notar óspart í tónsmíðum sínum. Verk Lachenmann eru mjög krefjandi fyrir flytjendur sem þurfa oft að tileinka sér margar nýjungar í spilatækni og hljóðsköpun. Tónlistin er óvenjuleg og oft lágstemmd en um leið afar snörp og virtúósísk. Fagrir tónar og óhljóð hafa sama vægi svo úr verður ný músíkölsk upplifun.
 
Á hátíðinni verða einnig leikin verk eftir fjögur önnur þýskumælandi tónskáld, en það eru þau Klaus Huber frá Austurríki, Georg Friedrich Haas og Johannes Schöllhorn  frá Sviss og unga upprennandi tónskáldið Sarah Nemtsov frá Þýskalandi.
 
Efnisskrá Frum- 2013:
Kjarvalsstaðir 13. júlí 2013 kl. 20.00
Klaus Huber (1924) Sabath (1966/67) fyrir flautu, víólu og hörpu.
Sarah Nemtsov (1980) „à deux“ (2009) fyrir hörpu.
Georg Friedrich Haas (1953) Finale (2004) fyrir flautu.
Johannes Schöllhorn (1962) Under one’s breath (1996) fyrir flautu, víólu og hörpu
 
Adapter
Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari.
Kristjana Helgadóttir flautuleikari.
Nikolaus Schlierf víóluleikari.
 
Kjarvalsstaðir 14. júlí 2013 kl. 20.00.
Helmut Lachenmann (1935):
Dal Niente (1970) fyrir klarinett.
Intérieur I (1966) fyrir slagverk.
Trio fluido (1966) fyrir klarinett, víólu og slagverk.
 
Adapter
Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari.
Nikolaus Schlierf víóluleikari.
Matthias Engler slagverksleikari.
 
Tónleikar hefjast kl. 20 en húsið opnar hálftíma fyrr.
Miðaverð er kr. 2.000/1.500 og frítt er fyrir 16 ára og yngri.
 
Adapter
Adapter hefur starfað frá árinu 2004 en íslenskir og þýskir hljóðfæraleikarar skipa hópinn.  Hann sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og vinnur mjög náið með ungum tónskáldum. Nú þegar hefur Adapter frumflutt yfir 100 verk. Auk þess leggur hópurinn  áherslu á að flytja og kynna svokallað "standard repertoire" tuttugustu aldarinnar en það eru verk sem þegar eru talin til meistaraverka samtímatónbókmenntanna. Adapter hefur leikið á fjölda hátíða, þar má nefna Listahátíð í Reykjavík, Nordic Music Days,Ung Nordisk Musik, A Time Of Music Festival í Viitasaari, Myrka Músíkdaga, Crossing Border, Maerz Musik, Global Interplay, Israel Festival og Ultraschall. Adapter hefur einnig haldið tónleika og verið með masterklass í tónlistarháskólum, s.s. í Þýskalandi, Japan, Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi og víðar.

Frekari upplýsingar:
www.ensemble-adapter.de
www.myspace.com/ensembleadapter
www.facebook.com/ensembleadapter
www.youtube.com/ensembleadapter

 

      

Yfirstandandi sýningar
Magnús PálssonÍslensk MyndlistÁsmundur og bókmenntirHuginn og Andrea
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17