Copy
Norræn bókmenntavika 2020
Norræn bókmenntavika fór fram 9.-15. nóvember. Ekki var hægt að halda bókmenntavikuna á hefðbundinn máta með upplestrarstundum í skólum og á bókasöfnum. Í staðinn voru haldnar upplestrarstundir á netinu, þar sem rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Jakob Wegelius og Kristin Roskifte lásu úr upplestrarbókum ársins.

Myndbönd frá bókmentavikunni eru aðgengileg á heimasíðu Norræna hússins. Í myndböndunum má hlýða á Auði Övu Ólafsdóttur lesa upp úr bókinni Ör á upplestrarstund fyrir fullorðna, Jakob Wegelius lesa upp úr bókinni Mördarens apa á upplestrarstund fyrir ungmenni og Kristin Roskifte lesa upp úr bókinni Alle Sammen Teller á upplestrarstund fyrir börn. Þar að auki lesa vel valdir gestir verkin í íslenskri og danskri þýðingu.

Norræna bókmenntavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndunum. Meginmarkmið Norrænu bókmenntavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.
Sjáðu myndböndin á heimasíðu Norræna hússins
Bergrún Íris Sævarsdóttir hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020
Bókin Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestorræna ráðsins í athöfn sem fór fram í beinni útsendingu 18. nóvember. Upptaka af athöfninni er aðgengileg á netinu. Norræna félagið óskar Bergrúnu til hamingju með frábæran árangur.
Sjáðu verðlaunathöfnina hér
Sumarvinna í Danmörku
Vilt þú vinna í Danmörku næsta sumar? Eða í öðru norrænu landi? Sæktu þá um Nordjobb 2021. Nordjobb aðstoðar unglinga á aldrinum 18-30 ára við að finna vinnu og húsnæði. Sumarstörf eru venjulega auglýst í byrjun árs, en hægt er að sækja um störf og vera á skrá allt árið. Skráið ykkur sem fyrst og flygist með lausum störfum.
Sæktu um Nordjobb núna
Starfsnám hjá Norræna félaginu í Svíþjóð
Hefur þú áhuga á norrænni samvinnu? Norræna félagið í Svíþjóð auglýsir eftir aðstoðarverkefnisstjóra á aldrinum 18-30 ára til starfa í Stokkhólmi. Við bendum á að um er að ræða sjálfboðaliðastarf sem ætlað er sem starfsnám fyrir aðila sem hefur áhuga á að starfa við norræna samvinnu. Því er ekki um launað starf að ræða, en félagið sér sjálfboðaliðanum fyrir húsnæði, fæði, vasapeningum og borgar ferðakostnaðinn til og frá Svíþjóð.

Starfstímabilið er frá byrjun janúar 2021 til ársloka 2021. Sjálfboðaliðinn hefur möguleika á að taka þátt í námskeiðum, m.a. sænskunámskeiði, og er í nánu samstarfi við leiðbeinanda sem veitir leiðsögn og fylgist með þróun sjálfobðaliðans í starfinu. Áhugasamir geta lesið meira um starfið á heimasíðu Nordjobb, eða haft samband við Bo Nylander á bo@nordjobb.org eða +45 53 62 30 66.
Lestu meira um starfið á heimasíðu Nordjobb
Norsk-íslenski menningarsjóðurinn
Kulturrådet í Noregi veitir á hverju ári styrki vegna menningarverkefna. Verkefnin eiga að efla tengsl listamanna og menningarstofnana í löndunum tveimur. Opið er fyrir umsóknir til 2. desember.
Lestu meira um norsk-íslenska menningarsjóðinn
Facebook síða Norræna félagsins
Við bendum áskrifendum fréttabréfsins á að fylgjast einnig með Norræna félaginu á Facebook. Á Facebook deilum við reglulega fréttum af verkefnum sem starfsmenn félagsins vinna að. Auk þess fjöllum við um áhugaverða viðburði og deilum fréttum sem eru á döfinni í norrænni samvinnu. Takið þátt í að efla norræna samvinnu með því að fylgja Facebook síðu Norræna félagsins.
Facebook síða Norræna félagsins
Áhugaverðir rafrænir viðburðir

Viðburður 25. nóv kl 19:30
Stefnumót við lýðræðið, viðburður á vegum Reykjavíkurborgar. Nánar hér

Viðburður 26. nóv kl 12.00
Rafrænar umræður: COVID-19 og Norden. Nánar hér
Formandskabet i Nordisk Ministerråd 2020 inviterer til digital paneldebat om de nordiske samarbejde og håndteringen af COVID-19 krisen i Norden.

Upptaka af viðburði frá 17. nóv
Græn Norðurlönd – hversu langt höfum við náð? Nánar hér
Stafrænn leiðtogafundur í aðdraganda COP26 um grænt bataferli eftir kórónuveirufaraldurinn.
Facebook
Website
Email
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland