Copy
Fréttabréf Norræna félagsins. Maí 2020. 
Þann 17.maí næstkomandi fagna frændur okkar Norðmenn þjóðhátíðardegi sínum. Það var þann dag, árið 1814, sem Noregur varð fullvalda ríki í konungssambandi við Svíþjóð og stjórnarskráin þeirra, frá Eiðsvelli, gekk í gildi. Norðmenn fagna deginum með pompi og prakt, skrúðgöngur eru haldnar víðsvegar um landið þar sem áherslan er á að skemmta börnum og fjölskyldufólki. 

Stærsta skrúðgangan hefur árlega verið haldin í höfuðborginni, Osló, þar sem konungsfjölskyldan hefur veifað til gesta. Í ár hefur öllum hátíðarhöldum verið slegið á frest af ótta við útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Hér á landi verður deginum fagnað með viðburðum á Facebook, á vegum norska sendiráðsins. Við óskum Norðmönnum innilega til hamingju með daginn. 
17.maí í Reykjavík
Ársskýrsla upplýsingaþjónustu norrænu ráðherranefndarinnar, Info Norden, kom út á dögunum. Þar er að finna upplýsingar um starf Info Norden á árinu 2019, m.a. hvernig þjónustan aðstoðaði bæði einstaklinga og fyrirtæki við flutninga milli Norðurlandanna. Info Norden fékk einnig nýja heimasíðu á árinu ásamt því að taka á móti fjölda fyrirspurna og skipuleggja samnorræna viðburði. 
Lesa ársskýrslu Info Norden
Í fyrsta sinn í 20 ára sögu Snorraverkefnanna hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að aflýsa Snorri Program, Snorri West, Snorri Deaf og Snorri Alumni verkefnunum í ár vegna Covid-19 og þeirrar óvissu sem uppi er vegna veirunnar. Snorrasjóður mun eftir sem áður halda áfram að stuðla að auknum samskiptum milli Íslands og afkomenda Íslendinga í Vesturheimi með það að markmiði að viðhalda þeim sögulegu tengslum sem þar ríkja. Vonir standa til að árið 2021 verði hægt að taka á móti þeim sem höfðu ráðgert að taka þátt í verkefnunum í sumar. 
Heimasíða Snorraverkefnanna
Norræna félagið í Reykjavík bauð til umræðufundar þann 14. maí í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið var einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins.

Fundurinn fór fram í Norræna húsinu og var einnig sendur út á vefnum hér. 
Horfa á streymið frá fundinum
Fréttabréf Norræna félagsins í Svíþjóð er nú komið út. Þar er meðal annars að finna viðtal við Önnu Hallberg, ráðherra, um samvinnu Norðurlandanna og mikilvægi þess að útrýma þeim landamærahindrunum sem enn mæta einstaklingum á ferð um löndin. Josefin Carlring, nýr framkvæmdastjóri Norræna félagsins í Svíþjóð, er einnig í viðtali ásamt umfjöllun um mikilvægi norrænnar menningar á tímum Kórónaveirunnar. 
Lesa Nordens Tidning
View this email in your browser
Twitter
Facebook
Website
Copyright © 2020 Norræna félagið, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.