Copy
Dagur Norðurlandanna 23.mars - Norðurlöndin væn og græn?
Í tilefni dags Norðurlanda mánudaginn 23. mars býður Norræna félagið á Íslandi og Norðurlönd í fókus upp á dagskrá í Norræna húsinu frá kl. 17.00-18.30.

Til umræðu verður hversu vel gengur að skapa lífvænlegt og öruggt umhverfi á Norðurlöndum í ljósi loftslagsvár og falsfrétta. Ný framtíðarsýn í norrænu samstarfi felur í sér að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. En hvernig miðar okkur í því að skapa væn og græn Norðurlönd og hvernig stendur Ísland í samanburði við önnur Norðurlönd? Hverjar eru helstu ógnir og tækifæri fyrir Norðurlöndin að vinna saman að blómlegu umhverfi innan og utan landanna.

Öll velkomin, aðgangur ókeypis.

Nánar má lesa um viðburðinn hér: 
https://www.facebook.com/events/835836380238374/

Ný stjórn Ungmennadeildar Norræna félagsins
Á aðalfundi Ungmennadeildar Norræna félagsins UNF sem haldinn var í Finnska sendiráðinu 27. febrúar voru eftirtalin kosin í stjórn:

Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, formaður
Viktor Ingi Lorange, varaformaður
Freyja Rosinkrans, stjórnarmeðlimur
Geir Finnsson, stjórnarmeðlimur
Nicole Buot Navarro, stjórnarmeðlimur (vantar á mynd)

Um leið og við óskum nýkjörinni stjórn til hamingju þá vill Norræna félagið þakka fráfarandi formanni, Irisi Dager kærlega fyrir frábært og óeigingjarnt starf fyrir UNF síðustu 10 ár og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Aðalfundir Norrænu félaganna á Höfuðborgarsvæðinu

Boðað er til aðalfundar í deild Norræna félagsins í Reykjavík,

fimmtudaginn 12. mars kl. 17:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Norræna félagsins, að Óðinsgötu 7, við Óðinstorg í Reykjavík.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á fundinum borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar, sem áætlaður er 2. apríl nk.


Boðað er til aðalfundar í deild Norræna félagsins í Mosfellsbæ,
fimmtudaginn 12. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.

Á fundinum verður borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar, sem áætlaður er 2. apríl nk.


Boðað er til aðalfundar í deild Norræna félagsins í Kópavogi, 
þriðjudaginn 10. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 
Norrænum borgurum gefst nú tækifæri til þess að tilnefna einstaklinga til umhverfisverðlauns Norðurlandaráðs. Árið 2019 var það Greta Thunberg sem hlaut verðlaunin. Það verður spennandi að sjá hver hlýtur verðlaunin í ár. 

Áhugasamir geta sent inn tilnefningar til 13.maí, á eftirfarandi heimasíðu: https://www.norden.org/da/webform/nomineringsskema-til-nordisk-rads-miljopris-2020
Spennandi sumarbúðir fyrir börn í Danmörku
Átt þú barn á aldrinum 11-14 ára? Þá gætu norrænar sumarbúðir í Hilleröd verið ævintýri sumarsins. Sumarbúðirnar eru frá 28.júní til 04.júlí. 

Þátttakendur verða um 90 talsins frá öllum Norðurlöndunum. Hugmyndin að baki sumarbúðunum er að ungt fólk á Norðurlöndunum kynnist og stofni til vináttusambanda þvert á landamæri og óháð tungumálum. 

Meðal dagskrárliða eru skógarævintýri, matreiðslunámskeið, hestaferð, fjallahjólreiðar og sund. Að auki verður farið til Kaupmannahafnar í Tívolí og í heimsókn í Frederiksborgarhöll. 

Áhugasamir geta lesið meira um sumarbúðirnar og skráð sig hér: https://hillerodhostel.dk/nordisk-sommerlejr
Upplýsingaþjónusta Info Norden
Samnorræna upplýsingaþjónustan Info Norden er með skrifstofu sína í Norræna félaginu. Bæði einstaklingar og fyrirtæki sem hyggja á flutninga milli Norðurlandanna geta leitað ráða hjá upplýsingaþjónustunni. 

Ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi menntun á Norðurlöndum, atvinnumál, lífeyrismál, skattamál og húsnæðismál má finna á heimasíðu Info Norden: http://www.infonorden.is
Nordjobb - sumarvinna á Norðurlöndum
Að lokum viljum við benda áhugasömum atvinnurekendum og atvinnuleytendum á Nordjobb.

Nordjobb miðlar sumarvinnum, húsnæði og menningar-og frístunardagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára. 

Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordjobb: https://www.nordjobb.org/is/
View this email in your browser
Copyright © 2020 Norræna félagið, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.

Twitter
Facebook
Website
Copyright © 2020 Norræna félagið, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.