Copy

FRÉTTABRÉF NORRÆNA FÉLAGSINS

Fundur fólksins 3. - 4. september
Fundur fólksins verður haldinn 3.-4. september í Norræna húsinu og Vísindagarði HÍ, Grósku

Tilgangur fundarins er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. 

Fundur fólksins er haldinn á vegum Almannaheilla, regnhlífarsamtaka þriðja geirans. 

Fundur fólksins árið 2021 er framkvæmdur með stuðningi frá Reykjavíkurborg, félagsmálaráðuneytinu og Norræna húsinu. Norræna félagið á Íslandi hefur umsjón með framkvæmd fundarins.

Allar upplýsingar um fundinn og skráningarform eru að finna á heimasíðu fundarins.
Smelltu hér til skoða heimasíðu Fundar fólksins
Tveir Nordjobbarar til B71 í 1. deild Færeyja
Tveir Nordjobbarar hafa skrifað undir samning við 1. deildar knattspyrnuliðið B71 í Færeyjum. Það eru þau Maja Steenari frá Svíþjóð og Frederik Birkedal Hansen frá Danmörku. Sandoya Ítróttarfelag B71 leikur í næstefstu knattspyrnudeild, 1. deild, bæði kvenna og karla í Færeyjum.

Maja og Frederik munu leika með B71 ásamt því að sinna störfum sem Nordjobb hefur útvegað þeim. Þetta er einstakt tækifæri sem Nordjobb hefur boðið upp á undanfarin ár. Við bendum á að enn eru alls konar störf auglýst á heimasíðu Nordjobb og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að upplifa eitthvað nýtt til að sækja um Nordjobb sem fyrst.
Smelltu hér til að skrá þig í Nordjobb
Íslensk sendiskrifstofa í Nordatlantisk Hus í Odense
Íslensk sendiskrifstofa er komin í Nordatlantisk Hus í Odense í Noregi. Þar geta íslenskir ríkisborgarar hitt konsúl Lone Johannessen og nýtt sér þjónustu sendiskrifstofunnar, svo sem endurnýjun vegabréfs o.fl. Nordatlantisk Hus er spennandi menningarsetur með áherslu á Færeyjar, Grænland og Ísland.
Heimasíða Nordatlantisk Hus
Græn þróun í Norden
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2030 felst í að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Mörg verkefni sem tengjast þessari framtíðarsýn beinast að loftslagsmálum, umhverfismálum og svæðisbundnu samstarfi. Hægt er að sækja um styrki vegna ýmissa verkefna, t.d. til að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni og til að bæta lífríki hafs og strandsvæða. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa meira um þessa styrki og til að sjá yfirlit yfir öll tækifærin sem eru í boði.
Lestu um tækifærin til að styrkja græna þróun í Norden hér
Beint streymi með Andra Snæ og Inga Ravna Eira 26. maí
Þann 26. maí var beint streymi með Andra Snæ Magnasyni og Inga Ravna Eira, sem bæði eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Um er að ræða sterkar fagurbókmenntir sem fjalla um að skrifa á blautan pappír, fall kapítalismans og félagslega raunsæ tengsl. Auk þess má finna tillögur að leiðum til að lifa af, dal fullan af plastblómum og spádóm um framtíð jarðar í hinum tilnefndu verkum.

Níu skáldsögur, fjórar ljóðabækur og eitt smásagnasafn eru tilnefnd og hafa höfundarnir Niviaq Korneliussen, Ursula Andkjær Olsen, Andrzej Tichý, Inga Ravna Eira og Vigdis Hjorth verið tilnefnd til verðlaunanna áður.

Í beinu streymi fáum við að hitta höfundana sem munu einnig lesa upp og taka þátt í rithöfundaspjalli. Að þessu sinni fór fundurinn fram á ensku. Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.
Smelltu hér til að sjá upptöku af streyminu
Instagram Norræna félagsins
Norræna félagið er á Facebook og Instagram undir heitinu @nordenisland. Hér deilum við norrænum myndum og færslum sem tengjast starfsemi félagsins. Við hvetjum alla til að fylgjast með Norræna félaginu á samfélagsmiðlum til að fá nýjustu fréttir af norrænu samstarfi.
Instagram Norræna félagsins
Ljósmyndari: Johannes Jansson/norden.org
 
Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Klukkan 10:00 þann 8. júní næstkomandi verða tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021 kynntar á www.norden.org. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, sem veitt hafa verið frá 1965, taka mið af sköpun og flutning hágæða tónlistar. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir verk núlifandi tónskálda og annað hvert ár eru þau veitt litlum eða stórum hljómsveitum. Í fyrra var það finnska tónskáldið Sampo Haapamäki sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið „Konsertto neljäsosasävelaskelpianolle ja kamariorkesterille“ (Konsert fyrir kvarttónapíanó og kammersveit).
Smelltu hér til að lesa um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Facebook
Website
Email
Instagram
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland