Copy

GRÆNLANDSBLAÐ NORRÆNA FÉLAGSINS

Ný landsstjórn á Grænlandi
Múte B. Egede verður nýr formaður landsstjórnar, forsætisráðherra Grænlands.
Inuit Ataqatigiit, flokkur Múte B. Egede, sem hingað til hefur verið stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Grænlandi og sá flokkur sem er lengst til vinstri fékk flest atkvæði í þingkosningunum sem haldnar voru 6. apríl. Nýju stjórnina myndar Inuit Ataqatigiit með miðjuflokknum Naleraq. Stjórnin hefur nauman meirihluta á þingi eða 16 þingsæti af 31. Þetta er í annað sinn sem IA fer með forystu í landsstjórn Grænlands frá því landið fékk takamarkaða stjórn eigin mála árið 1979. Múte B. Egede er 34 ára. Þrátt fyrir ungan aldur er hann enginn nýgræðingur í pólitík, hann var formaður ungliðahreyfingar IA og formaður Stúdentaráðs Grænlandsháskóla. Hann tók við sem formaður flokksins fyrir þremur árum og verður yngsti landsstjórnarformaður í sögu landsins.
 
Í kosningunum var m.a. barist um námuvinnslu en samkvæmt málefnasamningi verður ekkert af vinnslu sjaldgæfra málma í Hvannarfjalli á Suður-Grænlandi en vinnsla úrans hefði fylgt námugreftri þar og IA lagðist eindregið gegn því

Málefnasamningur flokkana er uppá 17 síður og má lesa um helstu áherslur hér.
Lestu meira um kosningarnar hér
Stofnun Norræna félagsins á Grænlandi
Nunat Avannarlermioqatigiit, eða Norræna félagið á Grænlandi, var endurreist á Degi Norðurlanda þann 23. mars s.l. Norræna félagið á Grænlandi var fyrst stofnað árið 1991 en undanfarin ár hefur starfsemi félagsins legið niðri. Norræna félagið á Íslandi fagnar þessu og við hlökkum til samstarfsins. Við hvetjum alla til að fylgjast með Facebook síðu og starfsemi félagsins.
Facebook síða Norræna félagsins á Grænlandi
Mikil tækifæri í Norden
KNR tók viðtal við Irene Jeppson, sem situr nú í stjórn Norræna félagsins á Grænlandi sem stofnað var þann 23. mars s.l. Einstaklingar sem stóðu að endurstofnun félagsins hafa grænlenskan, íslenska, færeyskan og skandinavískan bakgrunn. Irene segir mikil tækifæri vera á Norðurlöndunum og vill kynna þau, sérstaklega fyrir ungmennum á Grænlandi. Það gæti verið allt frá íslenskum mat yfir í finnskar bókmenntir.
Lestu frétt KNR hér
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin 2021
Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Verðlaunin voru afhent Katti þann 15. apríl af Þorbirni Jónssyni, ræðismanni Íslands á Grænlandi.

Vigdísarverðlaunin eru veitt árlega einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Katti Frederiksen hefur unnið þýðingarmikið starf til að minna á mikilvægi grænlenskrar tungu fyrir grænlenskt samfélag með ljóðaskrifum, fræðaskrifum, barabókum og þátttaka í opinberri umræðu. „Ég er með ýmislegt á prjónunum sem snertir tungumál og bókmenntir og þess vegna skipta Vigdísarverðlaunin gríðarlega miklu máli fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Þau hvetja mig til dáða og gefa mér þrótt til að halda ótrauð áfram í átt að því marki sem ég hef sett mér,“ sagði Katti Frederiksen í þakkarávarpi sínu þegar hún tók við verðlaununum.

Norræna félagið sendir Katti Frederiksen innilegar hamingjuóskir og óskar Katti velfarnaðar í hennar mikilvægu starfi. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sjá myndband um verðlaunaafhendinguna og lesa þakkarræðu Katti á íslensku eða grænlensku.
Lestu frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins hér
Skýrsla um aukið samstarf Grænlands og Íslands
Grænlandsnefnd utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur skilað af sér ítarlegri skýrslu með tillögum um aukið samstarf Grænlands og Íslands á nýjum norðurslóðum. Skýrslan, sem ber heitið Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, var kynnt 20. janúar síðastliðinn en í henni eru að finna tillögur að auknu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og stofnana, einkageirans, frjálsra félagasamtaka, íþrótta, lista og menningar.

Tvíhliða samskipti Íslands og Grænlands, bæði pólitísk og efnahagsleg, hafa eflst mikið á undanförnum árum. Það endurspeglast meðal annars í ákvörðun íslenskra stjórnvalda að opna sendiskrifstofu í Nuuk árið 2013 og grænlenskra stjórnvalda að opna sendiskrifstofu í Reykjavík síðla árs 2018. Vaxandi tengsl eru á milli landanna á sviði atvinnulífs.

Á alþjóðavettvangi eiga löndin þegar vaxandi samstarf þar sem norræna og vestnorræna samvinnu ber hæst og innan Norðurskautsráðsins. 
Tilkynning Stjórnarráðsins um skýrsluna
Kammuslingesalat - grænlensk uppskrift
Á degi Norðurlanda þann 23. mars s.l. var kynnt norrænt gestaboð með uppskriftum að gómsætum norrænum matarréttum. Meðal þeirra var kammuslingesalat, gómsætt grænlenskt salat með rækjum, krabbakjöti og hörpuskeljum. Þetta verða allir að prófa.

Ingredienser:
Kammuslinger, let kogte Krabbekød
Rejer, pillede
Råvarer i mængde efter eget ønske Cremefraichedressing:
1/2 l 18% cremefraiche
Skotsk timian eller dild (ikke for meget) Smages til med salt og peber

Gör så här:
Kammuslingerne renses og lægges i gryde med vand, så det dækker kammuslingerne. Tilsæt lidt salt og giv kammuslingerne et let opkog. Tages af varmen, så snart de kommer i kog. Hæld vandet fra og læg dem til afkøl. Skær dem i mindre stykker, hvis det ønskes. Krabbekødet fjernes fra krabberne og al væde presses ud af krabbekødet. Alle ingredienserne blandes i en skål sammen med cremefraichedressing.Andre ingredienser kan tilsættes efter smag. Bl.a. kan asparges i dåse indgå i opskriften.
Cremefraichedressing: alle ingredienser blandes sammen
og røres. Dressingen skal stå 1 time et køligt sted før anvendelse. Serveres med flutes og smør.
Norrænt gestaboð - allur matseðillinn
Áfram takmarkanir á ferðum til Grænlands
Í marslok var tekin ákvörðun um að framlengja gildandi takmarkanir á flugferðum til Grænlands. Þessar takmarkanir fela í sér að þeir sem hyggjast ferðast til Grænlands þurfa að fá leyfi frá stjórnvöldum fyrir ferðina. Þessar takmarkanir áttu að gilda til 18. apríl en voru framlengdar um tvær vikur til 2. maí. Ekki er vitað hvað tekur við í kjölfarið, en stefnt er að því að slaka á aðgerðum innanlands 19. apríl. Frá Íslandi hefur verið hægt að fljúga til Kulusuk og Nassarssuaq í beinu flugi.
Lestu fréttina hér
Ísalög / Tunn is
Ísalög, eða Tunn is, er sænsk-íslensk spennuþáttaröð sem gerist á Grænlandi. Þáttaröðin var tekin upp að mestu á Íslandi og var sýnd á RÚV í fyrra. Pólitík, glæpir og olía - þetta er tilvalin skemmtun fyrir okkur sem leiðist í samkomubanni og eða sóttkví. Leikarar eru frá Svíþjóð, Íslandi og Grænlandi. Handritshöfundar eru þeir Birkir Blær Ingólfsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Jóhann Ævar Grímsson. Þættirnir voru aðgengilegir í spilara RÚV um jólin og eru væntanlegir í endursýningu í sumar.
Lestu frétt um þáttaröðina hér
Eitt og annað um Grænland
  • Á Grænlandi hafa fundist minjar um byggð síðustu 5000 ár. Íbúarnir koma meðal annars frá heimskautasvæðum og Evrópu.
  • Grænland er hluti af konungsríkinu Danmörku með sjálfsstjórn. Sjálfstjórnin nær ekki til ríkismála, svo sem utanríkis- og öryggismála. Grænland á líkt og Færeyjar ekki aðild að ESB Grænland tilheyrir heimsálfunni Norður-Ameríku, en frá landfræðipólitískum sjónarhóli er eyjan hluti af Evrópu.
  • Grænland er 2.166.086 ferkílómetrar að stærð en aðeins um 20% eða 410.449 ferkílómetrar eru íslaust svæði. Íbúar Grænlands eru rúmlega 56.000 og búa um 18.000 í höfuðborginni NUUK.
  • Þjóðhátíðardagur Grænlands er 21. júní (lengsti dagur ársins)
  • Nánari upplýsingar um Grænland má meðal annars finna á vef Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org
  • Grænland komst heldur betur í fréttir á síðasta ári þegar Trump þáverandi forseti Bandaríkjanna vildi kaupa það af konungsríkinu Danmörku. Í kjölfar þess að tilboðinu var hafnað aflýsti hann að því er virðist sármóðgaður yfir höfnuninni, opinberri heimsókn til Danmerkur.
  • Ísland er með sendiskrifstofu í Nuuk á Grænlandi, aðalræðismaður Íslands er Þorbjörn Jónsson. Verkefni skrifstofunnar er m.a. að auka samskipti og vináttu á milli nágrannalandanna Grænlands og Íslands og að kynna Ísland og íslenska menningu fyrir Grænlendingum.
  • Aðalræðisskrifstofunni er einnig ætlað að hafa samstarf við grænlensk stjórnvöld á þeim sviðum sem heyra undir sjálfstjórn Grænlands og vinna að sameiginlegum málefnum á sviði norðurslóðasamstarfs og vestnorrænnar samvinnu.
  • Í október 2018 opnaði sendiskrifstofa Grænlands á Íslandi. Aðalræðismaður Grænlands á Íslandi er Jacob Isbosethsen.
Staðreyndir um Grænland á norden.org
Facebook
Website
Email
Instagram
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland