Copy

Þingvika Norðurlandaráðs 2020

Þingvika Norðurlandaráðs verður með breyttu sniði í ár vegna Covid-19. Þingvikan átti að fara fram í Reykjavík í lok október en í staðinn verða haldnir mikilvægir pólitískir leiðtogafundir í formi fjarfundar 26.-30. október.

Dagskrá og upplýsingar um þingvikuna 2020.

Tveir viðburðir verða sendir út beint:

Þri, 27. okt 18:00-19:30: Opinn umræðufundur: Covid-19 og Norðurlönd
Sameiginlegur fundur um kreppuna af völdum covid-19 og áhrif faraldursins á Norðurlönd. Þátttakendur eru meðal annars fulltrúar norrænu ríkisstjórnanna og Norðurlandaráðsfulltrúar. Umræðurnar eru opnar almenningi og fylgjast má með þeim á netinu.

Þri, 27. okt 21:05 - 23:00: Afhending verðlauna Norðurlandaráðs
Verðlaun Norðurlandaráðs verða afhent þann 27. október í sérstökum sjónvarpsþætti sem verður sendur út á öllum Norðurlöndum. Nánari upplýsingar og dagskrá hér.

Við munum setja hlekki á alla viðburði sem hægt er að fylgjast með á Facebook-síðu Norræna félagsins.

Atvinnutækifæri ungs fólks á Norðurlöndum

Nordjobb, Foreningen Norden og Foreningen Nordens Ungdom Norge halda fyrirlestur á Zoom 21. okt 16:00-17:30. Tilvalið tækifæri fyrir alla unglinga sem hafa áhuga á að kynna sér atvinnutækifæri í öðru norrænu landi.

Verkefnisstjóri Nordjobb heldur kynningu og norræn ungmenni segja frá sinni reynslu af þátttöku í verkefninu. Hlustendur fá tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðunni.

Hlekkur á Zoom-fundinn verður aðgengilegur á Facebook-síðu viðburðarins.

Språkpilotkurs for gymnasielærere 2020

Fondet for dansk-norsk samarbeid heldur rafrænt námskeið fyrir tungumálakennara á Norðurlöndunum 21. – 25. október. Kennarar á Norðurlöndunum sem kenna dönsku, sænsku eða norsku sem móðurmál eða erlent tungumál á menntaskólastigi geta skráð sig.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér. Enn eru nokkur laus sæti eftir, við hvetjum alla sem hafa áhuga að kynna sér málið. Skráning fer fram hér.

Höfundakvöld Norræna hússins - beint streymi

Beint streymi verður frá höfundakvöldum Norræna hússins í haust. Frá 2015 hefur Norræna húsið staðið fyrir höfundakvöldum á haust- og vormánuðum þar sem spennandi og vinsælir norrænir rithöfundar eru gestir. Á höfundakvöldum eru ýmist einn eða fleiri höfundar og er samræðunum stjórnað af sérfræðingum á sviði bókmennta og fara ætíð fram á einhverju norrænu tungumálanna.

Eftirfarandi höfundakvöld eru næst á dagskrá:


Mið, 21. okt 19:30: Höfundakvöld með Hanne Højgaard Viemose og Kristínu Eiríksdóttur. Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

Mið, 11. nóv 19:30: Höfundakvöld með Kristínu Ómarsdóttur og þýðandanum John Swedenmark. Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

Nánari upplýsingar um höfundakvöld Norræna hússins eru á þessari síðu.

Facebook
Website
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland