Copy
Vilt þú vinna gjafabréf á Jómfrúna?
Í tilefni dags Norðurlanda 23. mars ætlar Norræna félagið að bjóða til gestaboðs, en vegna aðstæðna verður gestaboðið með breyttu sniði í ár. Við hvetjum alla til að halda eigið norrænt gestaboð heima og senda Norræna félaginu myndir af því. Norrænu félögin hafa safnað saman uppskriftum að forréttum, aðalréttum og eftirréttum, einn rétt frá hverju landi frá sem hægt er að nota til að setja saman hið fínasta matarboð.

Notið matseðilinn og matreiðslumyndband sem innblástur og sendið okkur myndir af ykkar gestaboði í síðasta lagi 31. mars. Matseðill og myndband eru í færslu neðar í bréfinu, en allir hlekkir eru einnig að finna í færslu á heimasíðu Norræna félagsins www.norden.is. Glæsilegasta myndin fær gjafabréf að verðmæti 10.000 kr á veitingastaðinn Jómfrúin í Lækjargötu. Setjið myndirnar ykkar í athugasemd við færslu Norræna félagsins á Facebook.

Þið sem eruð ekki á Facebook geta einnig sent myndir á norden@norden.is og verða þær birtar á Facebook Norræna félagsins.
Smellið hér til að lesa færsluna á norden.is
Norrænt gestaboð
Á Degi Norðurlanda 23. mars er hefð fyrir því að blása til norræns matarboðs. Norrænu félögin söfnuðu saman uppskriftum að forréttum, aðalréttum og eftirréttum, einn rétt frá hverju landi frá sem hægt er að nota til að setja saman hið fínasta matarboð.

Notið matseðilinn sem innblástur og sendið okkur ykkar bestu myndir á Facebook til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf að verðmæti 10.000 kr á Jómfrúna í Lækjargötu.
 
Matseðill Norræna gestaboðsins.
Forréttir
  • Salat með hörpuskel, rækjum og krabbakjöti (Grænland)
  • Rækjukokteill (Ísland)
  • Reiktur lax með sinnepssósu (Noregur)
Aðalréttir
  • Laxasúpa (Finnland)
  • Ofnbakaður þorskur með kryddjurtum (Færeyjar)
  • Kartöflubuff (Raggmunkar) með sveppum (Svíþjóð)
Eftirréttir
  • Eplakaka/Bondepige med slör (Danmörk)
  • Álenskar pönnukökur sveskjumauki (Álandseyjar)
Hægt er að hlaða uppskriftunum niður með því að smella á hlekkinn hér að neðan og á myndbandi sem hægt er að nálgast á YouTube fer einn af betri kokkum Danmerkur yfir réttina og sýnir hvernig á að útbúa ekta norræna veislu.
Sjáðu allar uppskriftirnar hér
Mathús Garðabæjar
Norræna félagið í Garðabæ hefur samið við Mathús Garðabæjar á Garðatorgi um að dagana 23., 24., 25.  mars verði boðið upp á norræna rétti á matseðli hússins. Sami matseðill verður í boði á veitingahúsum um öll Norðurlöndin. Hér verður í boði rækjukokteill,  færeyskur þorskréttur, og rjómapönnukaka í eftirrétt. Reynt er að stilla verði í hóf og eru félagar hvattir til að mæta þessa daga og taka með sér gesti.
 
Mathús Garðabæjar
Facebook
Website
Email
Instagram
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland