Copy
Dagur Norðurlanda er á morgun
Dagur Norður landa er á morgun, 23. mars og að þessu sinni fagnar Norræna ráðherranefndin fimmtíu ára afmæli. Norræna félagið minnir á fjölbreytta dagskrá sem verður aðgengileg á netinu í boði Norrænu ráðherranefndarinnar, Norræna hússins og Norræna félagsins. Hér að neðan má finna upplýsingar og hlekki á mismunandi dagskrárliði.

Dagskrá Norræna félagsins og Norræna hússins (23. mars 17:00 - 18:15)
Málefni menningar verður í brennidepli hér á Íslandi og býður Norræna húsið og Norræna félagið til pallborðsumræðu þar sem gildi menningar á Norðurlöndum á erfiðleikatímum og í framtíðinni – norrænt menningarsamstarf fyrrum, nú og framvegis verður til umfjöllunar.

Streymt verður frá viðburðurinum sem verður í Norræna húsinu frá kl 17.00 til 18.15.

Dagskrá
 • Norrænar menningarstofnanir – Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
 • Pólitískt samstarf – Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi
 • Borgaralegt samfélag á Norðurlöndum – Hrannar Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi
 • Formennska Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni – Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands á Íslandi
Umræður
Pallborðið mun:
 • Gefa sögulegt sjónarhorn á virði norræns menningarsamstarfs.
 • Varpa ljósi á hvernig heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft áhrif á menningarlíf á Norðurlöndum.
 • Ræða hvaða þemu og hvaða hlutverki menning mun gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni.
 • Þátttakendur í pallborðsumræðum:
 • Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri
 • Tue West, tónlistarmaður
 • Björn Rafnar Ólafsson, menntaskólanemi í Norður-Atlantshafsbekknum (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse)
 • Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og stjórnarmeðlimur Norræna menningarsjóðsins
 • Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
Hugleiðingar í lok umræðnanna: Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar.

Fundarstjóri: Sif Gunnarsdóttir, varaformaður Norræna félagsins á Íslandi.

Að lokum mun Söngsveitin Fílharmónía flytja tvö norræn lög.

Viðburðurinn fer fram á skandinavískum tungumálum.
Dagskrá Norræna félagsins og Norræna hússins
Dagskrá Norrænu ráðherranefndarinnar
Norræna ráðherranefndin fagnar fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður efnt til fimm umræðufunda á Degi Norðurlanda 23. mars þar sem við ræðum hverju Norðurlöndin hafa áorkað í sameiningu og það sem lykilfólk leggur áherslu á um þessar mundir.

Við tökum fyrir fimm málefni sem formennskuland ársins, Finnland, leggur áherslu á en það eru norrænar lausnar á sviði:
 • Jafnréttismála
 • Stjórnsýsluhindrana
 • Hringrásarhagkerfis
 • Málfrelsis
 • Menningarmála
Hvernig viljum við að Norðurlöndin verði í framtíðinni og hvernig gerum við þau að samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi?

Dagskrá
12.00-13.00: Hvernig geta Norðurlöndin skapað öryggi á netinu?
13.00-14.00: Covid-19 reynir á traust og ferðafrelsi – á þessum viðburði verður rætt um hreyfanleika og samstarf yfir landamæri Norðurlanda
14.00-14.45: Hvernig mætum við aukinni eftirspurn eftir samstarfi og sameiginlegum lausnum á Norðurlöndum?
15.00-16.00: Tjáningarfrelsi á krepputímum á Norðurlöndunum – er ástæða til að óttast?
18.00-19.15: Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum – norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð
.
Dagskrá Norrænu ráðherranefndarinnar
Norrænt gestaboð - vilt þú vinna gjafabréf á Jómfrúna?
Við minnum á ljósmyndakeppni Norræna félagsins sem fer fram á Facebook síðu Norræna félagsins. Haldið ykkar eigið norræna gestaboð og sendið okkur myndir, glæsilegasta myndin fær gjafabréf að verðmæti 10.000 kr á veitingastaðinn Jómfrúna í Lækjargötu. Síðasti dagur til að senda inn mynd er 31. mars, á Facebook eða norden@norden.is.
Ljósmyndakeppni Norræna félagsins
Facebook
Website
Email
Instagram
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland