Copy
View this email in your browser

Sameining deilda á höfuðborgarsvæðinu

Í gærkvöldi, þann 18.júní, var haldinn sögulegur sameiginlegur aðalfundur hjá Norrænu félögunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og var samþykkt samhljóða um sameiningu þessar félaga. Félagið mun framvegis bera heitið Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu.

Hrannar Björn Arnarsson tók við sem formaður Norræna félagsins á landsvísu á sambandsþingi 2019. Á fundinum í gær lét hann því af störfum sem formaður Reykjavíkurdeildarinnar. Kjörinn var nýr formaður til eins árs og mun Sigrún Einarsdóttir sinna því hlutverki. Nýir stjórnarmeðlimir tóku sæti það eru þeir Tryggvi Felixson, Friðrik Brekkan, Kristján Sveinsson og Valur Brynjar Antonsson en ásamt þeim sitja einnig í stjórn Hildur Helga Gísladóttir og Ann-Sofie Nielsen Gremaud. Varastjórn skipa Erling Kjærbo, Sólveig Skaftadóttir, Oddný Óskarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson.

Fráfarandi úr stjórn eru Helgi Þorsteinsson og Sigurður Ólafsson ásamt Maríu Þorgeirsdóttur og Sesselju Guðrúnu Kristjánsdóttur úr varastjórn.

Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu þakkar fráfarandi formanni og stjórn fyrir ötult starf í þágu félagsins og hlökkum við til að halda því góða starfi sem nú þegar er unnið áfram.

Sólstöðuganga í Heiðmörk í kvöld


Senn líður að sumarsólstöðum og af því tilefni efna Norrænu félögin á höfuðborgarsvæðinu til Sólstöðugöngu um Heiðmörk í kvöld, föstudaginn 19.júní kl 20:00. Skógræktarfélag Reykjavíkur mun taka vel á móti okkur. 

Í 70 ár hefur Heiðmörk verið formlegt athafnarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur og mun félagið í ár, fagna tímamótunum með ýmsum hætti. 

Í Sólstöðugöngunni munum við fræðast um afmælisárið, söguna og starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur og eftir gönguna verður boðið uppá kaffisopa fyrir svefninn. 

Gengið verður frá gamla Elliðavatnsbænum, við Elliðavatn, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur aðstöðu. Gott er mæta tímanlega.
 
Viðburðurinn á Facebook

Sænsk miðsumarshátíð í Grímsnesi 

Sænsk sumarstemmning verður allsráðandi í Hraunborgum í Grímsnesi um helgina þar sem haldið verður upp á Miðsumarhátíðina (s. midsommar) sem allir þeir sem búið hafa í Svíþjóð þekkja vel.

Það eru staðarhaldarar í Hraunborgum og sænska sendiráðið sem standa fyrir hátíðinni. 

Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir miðsumarhátíðina (s. midsommar) vera þessi stóra, dularfulla hátíð Svía sem fólk hvaðanæva úr heiminum sé svo forvitið um.

„Ég hef fundið fyrir miklum áhuga meðal Íslandinga á sænska midsommar, enda hafa margir fengið að upplifa hana af eigin raun í Svíþjóð. Þess vegna skipuleggjum við þessa stóru hátíð hér og vonumst til að hún verði framvegis endurtekin á hverju ári.“

Håkan segir að til standi að reisa hina blómum prýddu maístöng og svo verði dansað í kringum hana.

„Fyrir Svía er midsommar hinn raunverulegi þjóðhátíðardagur. Þessi mikla sumarhátíð þar sem kynslóðirnar koma saman. Maturinn er mikilvægur liður í hátíðahöldunum – síldin og snafsinn mikilvægust. Á laugardaginn verður því kennsla um síldina og snafs.”

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Hraunborgum um helgina. Má þar m.a. nefna Pálínuboð, andlitsmálningu, pokahopp, sveitamarkað, línudans og bjórsmökkun. Við hvetjum sem flesta til þessa að kíkja við. 

Viðburðurinn á Facebook
Facebook
Website
Copyright © norden.is

Our mailing address is:
Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
www.norden.is  norden@norden.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Norræna félagið · Óðinsgata 7 · 101 Reykjavík · Iceland